Þorlákur Jónsson

Ráðgjafi á einkaleyfasviði og meðeigandi

Þorlákur er með doktorsgráðu í efnafræði frá Kaliforníuháskólanum í Berkeley.  Hann er með áratuga reynslu úr rannsóknum og þróun, bæði innan háskóla og fyrirtækja.  Áður en Þorlákur tók til starfa hjá Árnason Faktor var hann deildarstjóri hugverkaréttinda hjá Íslenskri erfðagreiningu. 

Sérsvið Þorláks eru líftækni, efnafræði, rannsóknartæki og lyfjafræði og aðstoðar hann við gerð og málarekstur einkaleyfisumsókna, álita vegna brota, auk álita á einkaleyfishæfni og gildi einkaleyfa.  Þá hefur Þorlákur um árabil verið formaður Félags einkaleyfasérfræðinga og að auki sinnt ýmsum ráðgjafar- og kennslustörfum.