PERSÓNUVERNDARSTEFNA ÁRNASON FAKTOR

Árnason Faktor ehf., kt. 480199-2789, hefur sett sér stefnu um meðferð persónuupplýsinga með það að markmiði að tryggja rétta og lögmæta meðhöndlun slíkra upplýsinga. 

Persónuverndarstefna þessi nær til persónuupplýsinga er varða einstaklinga sem eru í viðskiptum við félagið, einstaklinga sem hafa samband við félagið, tengiliði sem koma fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum við félagið, sem og aðra tengiliði.

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa um hvaða persónuupplýsingum félagið safnar, með hvaða hætti félagið nýtir slíkar upplýsingar og hverjir fá aðgang að þeim.

Árnason Faktor leitast við að uppfylla persónuverndarlöggjöf og er stefna þessi byggð á gildandi persónuverndarlögum, sem og reglugerð Evrópusambandsins (GDPR European Parliament and Council Regulation (EU) 2016/679, frá 27. april 2016) eins og hún hefur verið og/eða verður innleidd í íslensk lög.

Árnason Faktor safnar takmörkuðum persónuupplýsingum um viðskiptavini sína. Eftirfarandi eru dæmi um upplýsingar sem Árnason Faktor vinnur um einstaklinga í viðskiptum við félagið:
  • samskiptaupplýsingar, svo sem nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang;
  • kennitala;
  • upplýsingar úr samskiptum;
  • reikningsupplýsingar;
  • samskiptasaga

Auk framangreindra upplýsinga kann Árnason Faktor einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem viðskiptavinir eða forsvarsmenn/tengiliðir viðskiptavina láta félaginu sjálfir í té sem og upplýsingar sem eru félaginu nauðsynlegar vegna meginstarfsemi þess, sem er hugverkaráðgjöf. Upplýsingarnar eru unnar fyrst og fremst til að geta efnt formlega og óformlega þjónustusamninga við viðskiptavini félagsins og til að sinna öðrum þeim skyldum sem leiða af þjónustu við viðskiptavini, en einnig fer vinnslan fram á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar af því að tryggja að viðskiptavinir félagsins fái rétta og góða þjónustu. Þá kunna upplýsingar að vera unnar á grundvelli lagaskyldu og óháð þeirri þjónustu sem félagið hefur tekið að sér að veita viðskiptavinum, t.d. hvað varðar reglur um peningaþvætti eða bókhaldslög.

Við söfnum og meðhöndlum eingöngu persónuupplýsingar þeirra aðila sem eiga viðskiptaleg samskipti við Árnason Faktor, vegna þess að þeir eru viðskiptavinir fyrirtækisins, þjónustuaðilar og/eða tengdir viðskiptalegri starfsemi Árnason Faktor. 

Af þessum ástæðum byggjum við vinnslu persónuupplýsinga eingöngu á grundvelli viðskiptasambands okkar. Með sama hætti er takmörkuð miðlun okkar á þess háttar upplýsingum byggð á slíku viðskiptasambandi, lagalegum kröfum um miðlun slíkra upplýsinga og í samræmi við ákvæði persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins (GDPR). 

Persónugreinanlegum upplýsingum viðskiptavina okkar er ekki miðlað til þriðja aðila nema í þeim tilfellum sem lög kveða svo á um og á grundvelli viðskiptasambands okkar og viðskiptavina okkar í þeim tilgangi sem greindur er hér að ofan. Sem dæmi um slík tilfelli má nefna upplýsingar í tengslum við umsóknir til opinberra yfirvalda um hugverkaréttindi (einkaleyfi, vörumerki og hannanir, sem og lénaskráningar o.fl.). 

Árnason Faktor leitast við að grípa til viðeigandi ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar t.d. með aðgangsstýringum í kerfum félagsins.

Við munum varðveita persónuupplýsingar viðskiptavina okkar á meðan viðskiptasamband okkar varir og áfram eftir það í samræmi við þær kvaðir sem lagðar eru á starfsemi okkar skv. lögum. 

Allir viðskiptavinir okkar og/eða þeir einstaklingar sem þeim tengjast geta á hverjum tíma haft samband við okkur og fengið nánari upplýsingar um skráningu, meðhöndlun og vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga þeirra. Þeir geta fengið þeim breytt eða eytt, svo fremi sem önnur lagaákvæði hindra ekki slíkt. Til að nýta þann rétt er hægt að hafa samband við okkur m.a. í gegnum netfang félagsins, mail@arnasonfaktor.is. 

Við höfum tilnefnt umsjónarmann til að hafa eftirlit með fylgni við þessa persónuverndarstefnu:

Gunnar Örn Harðarson, goh@arnasonfaktor.is, sími: 5400200

Samskiptaupplýsingar um félagið:
Árnason Faktor
Guðríðarstíg 2-4
113 Reykjavík 

Vefsíður Árnason Faktor geta innihaldið hlekki á aðrar vefsíður. Við leitumst við að kanna vandlega allar slíkar síður en getum eðli máls samkvæmt ekki borið ábyrgð á efni þeirra. Engum upplýsingum er safnað á vefsíðu okkar. Við notum ekki sérstök vefmælingatól. 

Árnason Faktor áskilur sér rétt til að breyta ofangreindum reglum um persónuvernd ef/þegar þurfa þykir í samræmi við lög og reglur um persónuvernd. 

Allar breytingar sem kunna að vera gerðar á stefnu þessari taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt á heimasíðu félagsins. 

Persónuverndarstefna þessi var sett þann 6 desember 2018