Velkomin


Sérfræðingar Árnason Faktor eru samtals með áratuga reynslu á sviði hugverkaréttinda og eru ávallt reiðubúnir til þess að aðstoða þig og fyrirtæki þitt við öll mál sem lúta að hugverkarétti. Hugverkaréttindi eru oft meðal verðmætustu eigna fyrirtækja og saman getum við aðstoðað þig á öllum sviðum hugverkaréttar, hvort heldur sem um ræðir einkaleyfi, vörumerki, hönnun, lén eða nafnabreytingar, eða annað sem máli skiptir. Við erum leiðandi fyrirtæki á okkar sviði og höfum byggt orðspor okkar upp á traustum grunni mikils vinnusiðferðis, trausts og heiðarleika, sem viðskiptavinir okkar kunna vel að meta. 

Við erum boðin og búin til þess að aðstoða þig og fyrirtæki þitt við að leysa hvers kyns hugverkaréttarmál sem þú gætir þurft lausn á. Fagmenn okkar hafa reynslu á mörgum sviðum, eins og verkfræði, efnafræði, lögfræði og líffræði og eru ávallt boðnir og búnir til að aðstoða og ráðleggja. Okkar nálgun er bæði skapandi og þverfagleg og þannig vinnum við að sem bestum og öruggustum lausnum fyrir þig.

Starfsmenn

Tze-Hua Wang

tw(hjá)arnasonfaktor.is

Lesa meira